Vinnan

Bragi Páll Sigurðarson fer mikinn í grein um þetta mál á Stundinni í dag, undir fyrirsögninni „Allir bara að vinna vinnuna sína“. Það er vissulega algengt viðkvæði í þessum málaflokki að starfsfólk Útlendingastofnunar og lögreglu sé “bara að vinna vinnuna sína” þegar upp kemst um umdeildar aðgerðir. Ég er hins vegar ekki sannfærð um að þetta mál sé gott dæmi um það.

Vottorð um það mat heilbrigðisstarfsfólks sem skoðað hafði konuna, að hún ætti ekki að fljúga, var lagt fram. Í stað þess að fresta einfaldlega flutningi þegar læknisvottorð er komið um að konan ætti helst ekki að fljúga, leggur starfsfólk Útlendingastofnunar lykkju á leið sína til þess að útvega annað vottorð sem kveður á um hið gagnstæða. Til hvers? Til þess að tryggja að hægt verði að flytja hana úr landi þrátt fyrir ástand hennar? Hvers vegna var vottorðinu ekki bara hlýtt og flutningi frestað?

Í umræðunni hefur það verið nefnt að fólk leiti hingað til lands til þess að sækja heilbrigðisþjónustu sem það á ekki kost á í heimalandinu, þrátt fyrir vitneskju um að það muni að öllum líkindum ekki fá að vera til lengri tíma. Það er því freistandi að draga þá ályktun að starfsfólk Útlendingastofnunar hafi viljað tryggja að konan yrði flutt úr landi áður en að kostnaðarsamri fæðingunni kæmi.

Hér komum við aftur að þessari pælingu, að fólk sé bara að vinna vinnuna sína. Ef starfsfólk Útlendingastofnunar telur sig „bara vera að vinna vinnuna sína“ í þessu tilviki þætti mér áhugavert að heyra hver starfslýsingin er. Telur Útlendingastofnun það vera í sínum verkahring að tryggja það að enginn „svindli“ á heilbirgðiskerfinu? Telur stofnunin það vera í sínum verkahring að leita allra ráða til þess að koma fólki úr landi áður en það fær þjónustu sem stofnuninni finnst ekki rétt að það njóti?

Þó iðulega sé það vafasöm afsökun fyrir ýmsum verkum Útlendingastofnunar – enda lög og reglur býsna ófullkomin – veltir man því stundum fyrir sér hvort starfsfólk stofnunarinnar sé raunverulega alltaf „bara að vinna vinnuna sína“.

Time to start writing

I sometimes find it hard to get started on writing something truly useful or meaningful, so I have decided to try starting out with a simple blog, just for myself, just to start writing.

I have a long list of topics I would like to write about, topics that are mostly a bit outside the scope of my thesis. Among those topics is the history of freedom of conscience, as separated from freedom of religion. At the outset, freedom of religion was about just that, religion. During the writing process of the US Constitution it was even specifically mentioned that the first amendment was NOT intended to cover freedom of conscience, and certainly not the freedom to not have any religion at all. Funny as it may sound, atheists and Catholics were specifically excluded as subjects of the protection of the first amendment. I would find it interesting to dive into the history and origin of freedom of conscience as a separate concept from freedom of religion, and the freedom not to believe in anything at all. Perhaps it just came with the enlightenment and snuck in during a philosophical process and change in mentality without anyone really noticing. Perhaps there was a debate. What would be interesting is to see at what point, on what grounds, where and with what kind of response this freedom came to be an inherent part of freedom of religion as we see it today.

Stríðir bann við umskurði barna gegn trúfrelsi foreldra?

bible_text_192550Í umræð­unni um umskurð drengja und­an­farnar vikur hefur þeirri stað­hæf­ingu nokkrum sinnum verið varpað fram að bann við umskurði ómálga drengja í nafni trú­ar­bragða stríði gegn mann­rétt­indum for­eldra barns­ins, nánar til­tekið trú­frelsi þeirra.

Í við­tali við DV kvað fram­kvæmda­stjóri Stofn­unar múslima á Íslandi umskurð drengja heyra til réttar fólks sem múslima. Verða orð hans ekki skilin öðru­vísi en svo að þar eigi hann við frelsi múslima til þess að iðka sína trú, þ.e. þeirra trú­frelsi. Benti hann á að umskurður sé ekki nokkuð sem sé bundið við Ísland, heldur tíðk­ist hann á meðal múslima um allan heim og hafi við­geng­ist í þús­undir ára.

Sam­kvæmt erlendum frétta­miðlum hafa rabbínar í Evr­ópu kallað eftir alþjóð­legum þrýst­ingi til þess að koma í veg fyrir að frum­varpið verði að lögum og tryggja með því trú­frelsi. Þá hefur for­seti sam­taka bisk­upa innan Evr­ópu­sam­bands­ins lýst því yfir að lög er banni umskurð barna feli í sér mikla ógn við trú­frelsi í Evr­ópu.

Lesa meira… 

 

Ég má til…

spelling… með að lýsa aðdáun minni á þeirri virðingu sem Mannréttindadómstóll Evrópu sýnir fólki frá hinum ýmsu löndum með því að gæta vel að réttri stafsetningu á nafni einstaklinga, hversu furðuleg tákn sem til þarf. Þetta torveldar vissulega leit í dómasafni fyrir þá sem hafa hvorki tyrkneskt lyklaborð né sænskt, ég neita því ekki, en það sýnir hins vegar vilja til að hafa agnarögn fyrir því að sýna fólki virðingu.

Af einhverjum ástæðum hefur það þó reynst dóminum um megn að stafsetja nafn hins íslenska fyrrum dómara dómstólsins, Þórs Vilhjálmssonar, með Þorni.