Ég má til…

spelling… með að lýsa aðdáun minni á þeirri virðingu sem Mannréttindadómstóll Evrópu sýnir fólki frá hinum ýmsu löndum með því að gæta vel að réttri stafsetningu á nafni einstaklinga, hversu furðuleg tákn sem til þarf. Þetta torveldar vissulega leit í dómasafni fyrir þá sem hafa hvorki tyrkneskt lyklaborð né sænskt, ég neita því ekki, en það sýnir hins vegar vilja til að hafa agnarögn fyrir því að sýna fólki virðingu.

Af einhverjum ástæðum hefur það þó reynst dóminum um megn að stafsetja nafn hins íslenska fyrrum dómara dómstólsins, Þórs Vilhjálmssonar, með Þorni.