Stríðir bann við umskurði barna gegn trúfrelsi foreldra?

bible_text_192550Í umræð­unni um umskurð drengja und­an­farnar vikur hefur þeirri stað­hæf­ingu nokkrum sinnum verið varpað fram að bann við umskurði ómálga drengja í nafni trú­ar­bragða stríði gegn mann­rétt­indum for­eldra barns­ins, nánar til­tekið trú­frelsi þeirra.

Í við­tali við DV kvað fram­kvæmda­stjóri Stofn­unar múslima á Íslandi umskurð drengja heyra til réttar fólks sem múslima. Verða orð hans ekki skilin öðru­vísi en svo að þar eigi hann við frelsi múslima til þess að iðka sína trú, þ.e. þeirra trú­frelsi. Benti hann á að umskurður sé ekki nokkuð sem sé bundið við Ísland, heldur tíðk­ist hann á meðal múslima um allan heim og hafi við­geng­ist í þús­undir ára.

Sam­kvæmt erlendum frétta­miðlum hafa rabbínar í Evr­ópu kallað eftir alþjóð­legum þrýst­ingi til þess að koma í veg fyrir að frum­varpið verði að lögum og tryggja með því trú­frelsi. Þá hefur for­seti sam­taka bisk­upa innan Evr­ópu­sam­bands­ins lýst því yfir að lög er banni umskurð barna feli í sér mikla ógn við trú­frelsi í Evr­ópu.

Lesa meira… 

 

Ég má til…

spelling… með að lýsa aðdáun minni á þeirri virðingu sem Mannréttindadómstóll Evrópu sýnir fólki frá hinum ýmsu löndum með því að gæta vel að réttri stafsetningu á nafni einstaklinga, hversu furðuleg tákn sem til þarf. Þetta torveldar vissulega leit í dómasafni fyrir þá sem hafa hvorki tyrkneskt lyklaborð né sænskt, ég neita því ekki, en það sýnir hins vegar vilja til að hafa agnarögn fyrir því að sýna fólki virðingu.

Af einhverjum ástæðum hefur það þó reynst dóminum um megn að stafsetja nafn hins íslenska fyrrum dómara dómstólsins, Þórs Vilhjálmssonar, með Þorni.